Eftir Ragnhildi L. Guðmundsdóttur: „Landið þar sem brauðmolakenningin fær að njóta sín; elítan eða alþýðan. Brauðmolar þeirra til alþýðu sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir

Það eru tvær þjóðir í landinu; elítan sem telur sig hátt yfir aðra hafna og svo alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola sem falla af borðum hinna. Þau hringja í eyrum mér orðin sem sjálfstæðismaður nokkur sagði varðandi það að lækka virðisaukann t.d. af heimilistækjum, að þá gætu hinir efnameiri skipt oftar um heimilistæki og hinir tekjulægri þá líka í gegnum bland.is.

Stjórnmálamenn nútímans og stórbokkar í atvinnulífinu og undirgefnir verkalýðsleiðtogar eiga sér rætur og fyrirmyndir allt til landnámsins. Stórbændur og lénsherrar héldu hér vistarbönd þar sem fólk gat ekki verið frjálst nema jú það gat skipt um vinnustað einu sinni á ári, þ.e. ef því bauðst eitthvað yfirhöfuð. Vinnufólk þrælaði þar fyrir húsbændur og oftar en ekki við kröpp kjör, fundust örfáir inni á milli sem gerðu vel við sitt vinnufólk. Þetta má lesa í gegnum sögur og frásagnir frá liðnum tíma, í æviskrám og sagnabókum.

En hefur þá ekkert breyst frá þessum tíma? Jú

...