Eftir Arnar Þór Jónsson: „Einræðisstjórnir beita grímulausu valdi, en í alræðisríkjum er valdbeiting réttlætt með skírskotun til „stuðnings almennings“.“
Arnar Þór Jónsson
Arnar Þór Jónsson

Í viðtali við RÚV 16. júní sl. 1 ) lét Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þau ummæli falla að ekki yrði gripið til takmarkana „strax“ vegna fjölgunar Covid-smita. Slíkt réðist af „því hvernig faraldurinn þróast“. Í beinu framhaldi sagði Þórólfur „alveg ljóst að það er engin stemning fyrir neinum takmörkunum í þjóðfélaginu eða hvar sem er“. Ástæða er til að vekja athygli almennings á þessum síðastnefnda „mælikvarða“ sóttvarnalæknis, sem hann hefur raunar ítrekað vísað til í öðrum viðtölum.

Ummælin um „stemningu“ sem forsendu valdbeitingar opinbera þann stjórnarfarslega háska sem íslensk stjórnmál hafa ratað í. Þau eru til merkis um öfugþróun sem beina verður kastljósinu að: Lýðræðið deyr og réttarríkið sundrast þegar vald og ótti sameinast; þegar stjórnvöld og stórfyrirtæki ganga í eina sæng; þegar fjölmiðlar ganga gagnrýnislaust í þjónustu valdhafa; þegar fræðimenn kjósa...