Kröflueldar 1975-1984 Þá sást hvernig landið gliðnar þegar kvikugangar myndast. Myndin var tekin 1977.
Kröflueldar 1975-1984 Þá sást hvernig landið gliðnar þegar kvikugangar myndast. Myndin var tekin 1977. — Ljósmynd/Mats Wibe Lund - www.mats.is

Viðtal

Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

Miklar mælingar standa nú yfir í Kröflu í tengslum við Evrópuverkefnið IMPROVE (www.improve-etn.eu). Í því eru tvær lykileldstöðvar í Evrópu rannsakaðar, Krafla og Etna á Sikiley. Eitt helsta markmið verkefnisins er að varpa nýju ljósi á samband jarðhitasvæðisins í Kröflu við kviku þar undir.

Tólf háskólar og rannsóknastofnanir í Evrópu koma að verkefninu. Eldfjallastofnun Ítalíu er í forsvari og Paolo Papale stýrir verkefninu fyrir hennar hönd. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands leiðir verkefnið hér á landi og er Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í forsvari. Auk Magnúsar taka þátt þau Halldór Geirsson, Hannah Iona Reynolds og Freysteinn Sigmundsson frá HÍ. Landsvirkjun tekur einnig virkan þátt í verkefninu.

Fimmtán doktorsnemar frá níu löndum vinna við verkefnið. Þeir eru á fullum launum í þrjú ár við rannsóknirnar. Flestir koma frá

...