Á sunnudagskvöld sat ég á hótelherbergi í Portúgal og fylgdist á snjóugum skjá með Englandi vinna sigur á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta.

Þótt ég hafi reyndar haldið með Englandi var það ekki sá sigur sem hafði mest áhrif á mig heldur þessi stórkostlega sigurstund kvennaboltans í heild – og þar með kvenna.

Það er nefnilega ástæðulaust að gera lítið úr því hvað þessi stund á troðfullum Wembley olli miklum sviptivindum í fyrirframákveðnum skoðunum margra, skoðunum sem (stundum af einbeittum brotavilja en yfirleitt ómeðvitað) litast af hugmyndum um að framlag kvenna í fyrirframgefnum karlaheimum sé á einhvern hátt minna virði.

Það var ekki síst táknrænt að það voru ensku ljónynjurnar sem hrepptu hnossið, að bikarinn „kom heim“ í fyrsta sinn síðan 1966, í fangi einhverra kellinga eins og mörg fótboltabullan klárlega hugsaði það en komst á sama tíma ekki hjá því að fyllast stolti. Á því...

Höfundur: Hildur Sverrisdóttir