Sé litið til lengri tíma verði tæknileg vandamál Rússa og getuleysi til að komast inn á alþjóðlega markaði næstum örugglega til að minnka olíuframleiðslu þeirra á dramatískan hátt.

Fyrir þjóðarbúskap Rússa vegur útflutningur á olíu miklu þyngra en á gasi. Á árinu 2021 námu útflutningstekjur af olíu um 45% af tekjum rússneska ríkissjóðsins. Olíutekjurnar voru um þrefalt hærri en af gasútflutningi. Innan við 10% af olíuvinnslu Rússa er í höndum sjálfstæðra aðila. Hlutur ríkisins og ríkisfyrirtækja hefur aukist jafnt og þétt, einkum eftir að athygli beindist í meira mæli að olíu- og gasvinnslu á Jamalskaga í Síberíu og á norðurslóðum (e. Arctic).

Í nýlegri skýrslu fimm rannsakenda við Yale-háskóla í Bandaríkjunum um hrikalegar afleiðingar vestrænna refsiaðgerða á efnahag Rússlands segir að Vladimir Pútin Rússlandsforseti fylgist náið með verðþróun á olíumörkuðum enda sé það olía og gas sem geri Rússa gildandi í heimsbúskapnum, þeir séu þriðji stærsti olíuframleiðandi heims en vegi aðeins 3% þegar litið sé til hlutdeildar þeirra í vergri heimsframleiðslu.

Á fyrsta áratug aldarinnar þegar Pútin...

Höfundur: Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is