Kamilla Sigríður Jósefsdóttir
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis segist ekki sjá nein rök fyrir því að íslensk yfirvöld fari að fordæmi Danmerkur hvað varðar takmarkanir á bólusetningum barna gegn Covid-19 í haust.

Hafa stjórnvöld í Danmörku ákveðið að takmarka bólusetningar hjá einstaklingum 18 ára og yngri í ljósi þess að þær virtust ekki draga úr smitum þar síðastliðinn vetur.

Kamilla segir að börn geti haft gagn af bólusetningum bæði af læknisfræðilegum og tæknilegum ástæðum. Bæði sé sumstaðar auðveldara að ferðast ef fólk hefur bólusetningarskírteini og einnig verndi bólusetningar fólk gegn alvarlegum veikindum. Hún segir enn fremur að til sé bóluefni ætlað þessum aldurshópi og því ekki áætlað að takmarka bólusetningar ef eftirspurn sé eftir þeim.

Engar takmarkanir í haust

Kamilla segir að engar samfélagslegar takmarkanir séu á teikniborðinu fyrir haustið og þær verði...