„Meginniðurstöður þessarar rannsóknar, sem var unnin í mars 2022, er að endursýkingatíðni er töluvert hærri en almennt var talið þá og það kom okkur á óvart hversu algengar endursýkingar voru,“ segir Elías Eyþórsson, læknir og höfundur rannsóknar um endursýkingatíðni Covid-19 á Íslandi meðan á Ómíkron-bylgju stóð. Um það bil 11% af þeim sem höfðu smitast áður smituðust aftur á 70 daga tímabili.
Í niðurstöðunum kemur fram að líkur á endursmiti jukust eftir því sem lengra leið frá fyrstu sýkingu og að líkurnar væru meiri hjá þeim sem höfðu fengið tvo eða fleiri skammta af bóluefni, samanborið við þá sem fengu einn skammt eða engan. Alls tóku 11.536 einstaklingar með virkt smit þátt og kom endursýking fram hjá 1.327, eða 11,5%.
„Það er tiltölulega skýrt í textanum að við vörum sérstaklega við því að túlka bólusetningarstuðulinn þannig að um orsakasamband sé að ræða. Það er ekki okkar trú, hvorki á grundvelli okkar niðurstaðna né þess
...