Norræna listkaupstefnan CHART hófst í Charlottenborg í Kaupmannahöfn í gær þegar boðsgestum var boðið að kynna sér framlag þeirra galleríia sem taka þátt, en þetta er í tíunda skiptið sem þessi kaupstefna helstu norrænu myndlistargalleríanna er haldin...
— Morgunblaðið/Einar Falur

Norræna listkaupstefnan CHART hófst í Charlottenborg í Kaupmannahöfn í gær þegar boðsgestum var boðið að kynna sér framlag þeirra galleríia sem taka þátt, en þetta er í tíunda skiptið sem þessi kaupstefna helstu norrænu myndlistargalleríanna er haldin þar. Að þessu sinni taka 38 gallerí þátt og þar af fjögur íslensk: i8, BERG Contemporary, Hverfisgallererí og Þula en það síðastnefnda tekur nú þátt í annað sinn. Íslensku galleríin setja upp sýningar með nýjum verkum tveggja til fjögurra listamanna sem þau vinna með og stendur CHART fram á sunnudagskvöld.

Í tengslum við CHART eru allrahanda viðburðir sem tengjast myndlist með einum og öðrum hætti. Til að mynda er sett upp bókverkasýning, sem Prent & vinir taka þátt í og þar er einnig sýndur sófi sem er samstarfsverkefni hins virta húsgagnaframleiðanda Hay og Loja Höskuldssonar myndlistarmanns. Haldið er upp á tíu ára afmæli CHART með einstakri sýningu á verkum 15 samtímalistamanna víðsvegar í Tívolí

...