Mjög er nú horft til kosninga á Ítalíu, þótt hætta á kollsteypu sé minni en áður var óttast

Kosið verður til þjóðþings Ítalíu nk. sunnudag. Margt þykir benda til að verulegar breytingar verði í framhaldi af þeim. Eitt liggur reyndar þegar fyrir, hvað sem úrslitum kosninga líður. Mario Draghi, forsætisráðherra og fyrrum seðlabankastjóri evrunnar, sem sendur var til Rómar í bögglapósti frá Brussel, eftir síðasta uppnám í ítölskum stjórnmálum, hverfur úr sínu embætti.

Óneitanlega fólst í því nokkur niðurlæging fyrir þetta stolta, fjölmenna og sögufræga ríki, eitt af sex stofnendum ESB. Framtíðardraumurinn hét eitthvað annað þá og skipti oft um heiti á breytingarskeiðinu í átt til þess að fullveldi einstakra ríkja verði mest til málamynda, nema helst hjá tveimur stærstu ríkjum þess. Að auki var þetta í annað sinn á stuttum tíma sem ESB sendi slíkan „pakka“ frá sér til að taka yfir forsætisráðuneytið í Róm. Hinn var Mario Monti, sem þar á undan hafði gegnt embætti kommissars hjá sambandinu. Ekki er svo sem um það deilt að...