Jónas Haraldsson: „Ástæða þess að ég greip til þessara róttæku aðgerða var sú ákvörðun stríðsglæpamannsins Pútíns forseta Rússlands að ráðast inn í nágrannaland sitt Úkraínu.“
Jónas Haraldsson
Jónas Haraldsson

Að morgni 7. júní sl., er ég var rétt að koma heim á bíl mínum, tók ég eftir því að lögreglubíll var á eftir mér. Erindi lögreglunnar var að spyrja mig hvort það væri ég sem rétt áður hefði skvett rauðri málningu á skiltið á vegg sendiráðs Rússlands í Garðastræti. Játti ég því að sjálfsögðu og bætti við í framhaldinu að ég væri einnig sá sem það hefði gert áður eða hinn 3. mars sl. Að því búnu fóru þeir, þannig að ekki var ég þá spurður hvort það kynni líka að hafa verið ég sem í apríl sl. og aftur í maí sl. málaði rauðri málningu yfir skiltið við sendiráðsbygginguna í Túngötu 24, sem leiddi til þess að það var tekið niður mönnum til mikils ánægjuauka.

Ástæða þess að ég greip til þessara róttæku aðgerða var sú ákvörðun stríðsglæpamannsins Pútíns forseta Rússlands að ráðast inn í nágrannaland sitt Úkraínu. Þá ekki síst vegna þeirra svívirðilegu stríðsglæpa og fjöldamorða sem rússneski herinn varð síðan í framhaldinu uppvís að og öllum er kunnugt um og

...