Sýningar Kristinn Eymundsson við gamla vél á Kvikmyndasafninu.
Sýningar Kristinn Eymundsson við gamla vél á Kvikmyndasafninu. — Ljósmyndir/Sigurjón Jóhannsson

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Félag sýningarmanna, síðar sýningarstjóra við kvikmyndahús, var stofnað 1945. Bandaríski herinn fór frá Íslandi 2006 og þar með lauk kvikmyndasýningum í sal þeirra, Andrews Theatre, og eiginlega um leið sýningum upp á gamla móðinn. „Tæknin hefur tekið við, núna er nánast enginn sýningarstjóri í kvikmyndahúsum og ég var eiginlega síðasti móhíkaninn sem sýndi á filmu,“ segir Kristinn Eymundsson, sem lauk ferlinum í Andrews Theatre og sneri sér þá að öðru. „Eina sýningarvélin fyrir filmu á Reykjavíkursvæðinu er í sal 2 í Smárabíói og aðrar á Kvikmyndasafninu en annars eru allar sýningar stafrænar.“

Kristinn lærði í Tónabíói 1970 og vann þar og víðar. Gert var ráð fyrir að námið tæki eitt ár og þurftu menn að skila að lágmarki 500 klukkutímum í sýningarklefa, taka 30 tíma nám í rafmagsnfræðum og annað eins í útvarpsfræðum. „Við vorum alltaf í klefa með sýningarstjóra og fengum

...