Gunnar Úlfarsson og Jóhannes Stefánsson: „Geðþóttaákvarðanir í skattheimtu þegar hagnaður er talinn of hár fara gegn viðmiðum um fyrirsjáanleika og geta haft í för með sér mikla áhættu.“
Jóhannes Stefánsson
Jóhannes Stefánsson

Íslenskt atvinnulíf hefur ekki siglt lygnan sjó undanfarin ár. Mikill titringur var í hagkerfinu í kjölfar útbreiðslu farsóttarinnar í ársbyrjun 2020 og loks þegar sá fyrir endann á faraldrinum braust út stríð í Evrópu með tilheyrandi afleiðingum. Til að bæta gráu ofan á svart eru kjarasamningar lausir og stéttarfélögin hafa ekki sparað stóru orðin. Í núverandi ástandi er aðeins eitt víst; óvissan.

Óvissa er óvinur okkar allra

Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að lágmarka óvissu, í hvaða formi sem hún birtist okkur. Þar er hlutverk stjórnvalda að stuðla að aukinni festu með fyrirsjáanleika í ákvarðanatöku og draga úr óvissu eftir bestu getu. Það kemur undirrituðum því spánskt fyrir sjónir þegar talsmenn stjórnvalda lýsa þeirri skoðun að auka eigi álögur og skatta á fyrirtæki þegar vel árar. Sér í lagi málflutningur um að ákveðnar atvinnugreinar hagnist nú á tímabundnu ástandi, sem sé...