Gunnar Úlfarsson og Jóhannes Stefánsson: „Geðþóttaákvarðanir í skattheimtu þegar hagnaður er talinn of hár fara gegn viðmiðum um fyrirsjáanleika og geta haft í för með sér mikla áhættu.“
Íslenskt atvinnulíf hefur ekki siglt lygnan sjó undanfarin ár. Mikill titringur var í hagkerfinu í kjölfar útbreiðslu farsóttarinnar í ársbyrjun 2020 og loks þegar sá fyrir endann á faraldrinum braust út stríð í Evrópu með tilheyrandi afleiðingum. Til að bæta gráu ofan á svart eru kjarasamningar lausir og stéttarfélögin hafa ekki sparað stóru orðin. Í núverandi ástandi er aðeins eitt víst; óvissan.