Afreksstjóri

Ólafur Pálsson

oap@mbl.is

„Ég hef enga trú á að við vinnum til verðlauna á stórmótum nema við verðum samkeppnishæf og gerum helst betur en aðrar þjóðir. Ég væri ekki að koma heim nema til að gera þetta almennilega og með miklu fjármagni. Fyrst það er stefnan finnst mér verkefnið mjög spennandi,“ segir Vésteinn Hafsteinsson, nýráðinn afreksstjóri ÍSÍ.

Vésteinn mun samhliða starfinu leiða nýjan starfshóp mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks.

„Það var þessi mikli andi í Lárusi Blöndal, Andra Stefánssyni og þeirra liði í ÍSÍ og Ásmundi Einari Daðasyni og hans liði í

...