Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Eftir sigurleik strákanna okkar í Svíþjóð boðaði þjóðarhallarþríeykið til blaðamannafundar þann 16. janúar. Þar var gerð grein fyrir áætlunum þess efnis að ný þjóðarhöll, 19 þúsund fermetrar að stærð, yrði hönnuð, reist og tilbúin til notkunar fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Nánar tiltekið fyrir árslok 2025.

Þarna mættu ráðherrarnir tveir, forsætis- og menntamálaráðherra og borgarstjórinn fráfarandi, sami hópur og hittist nokkrum dögum fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og skrifaði undir viljayfirlýsingu þessa efnis. Í báðum tilvikum var fjármálaráðherra skilinn eftir heima.

Höllin skal kosta 15 milljarða. Fimmtán þúsund milljónir. Og hún skal rísa hratt. Hreinlega ótrúlega hratt.

Þríeykið telur sig sennilega hafa góða reynslu af

...

Höfundur: Bergþór Ólason