Viðtal

Silja Björk Huldudóttir

silja@mbl.is

Pedro Gunnlaugur Garcia, Arndís Þórarinsdóttir og Ragnar Stefánsson hlutu í gærkvöldi Íslensku bókmenntaverðlaunin 2022 úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands, er þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í 34. sinn. Við sama tækifæri voru Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropinn 2023 afhent í 17. sinn og þau hlaut Skúli Sigurðsson.

Pedro hlaut verðlaunin í flokki skáldverka fyrir skáldsöguna Lungu sem Bjartur gefur út; Arndís í flokki barna- og ungmennabóka fyrir skáldsöguna Kollhnís sem Mál og menning gefur út og Ragnar í flokki fræðibóka og rita

...