HM 2023

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Íslenska karlandsliðið í handknattleik hafnaði í 12. sæti á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Svíþjóð og Póllandi.

Íslenska liðið fór nokkuð örugglega áfram í milliriðil eftir sigra gegn Portúgal og Suður-Kóreu í D-riðli keppninnar í Kristianstad en tap gegn Ungverjalandi í riðlakeppninni gerði það hins vegar að verkum að Ísland þurfti að vinna alla þrjá leiki sína í milliriðli II til þess að komast áfram í útsláttarkeppnina.

Liðið lagði Grænhöfðaeyjar örugglega í Gautaborg en tapaði gegn ríkjandi Evrópumeisturum Svíþjóðar. Fjögurra marka sigur gegn Brasilíu í

...