Óli Björn Kárason: „Kröfugerð Eflingar og verkfallsboðun rekur enn einn fleyginn í raðir verkalýðshreyfingarinnar og til lengri tíma veikir það samtök launafólks.“
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Samninganefnd Eflingar hefur boðað verkfall hjá einum atvinnurekanda – rekstraraðila nokkurra hótela á höfuðborgarsvæðinu. Atkvæðagreiðslu um verkfallið lýkur 30. janúar og nær til um 300 starfsmanna. Fimmtugur þeirra þarf að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og helmingur þeirra verður að samþykkja verkfall svo af því verði. Með öðrum orðum: Rétt um 30 félagar í Eflingu geta takið ákvörðun um verkfall, sem getur haft áhrif á um 21 þúsund einstaklinga sem eru innan vébanda verkalýðsfélagsins, þróist mál á versta veg.

Verkfallsboðun Eflingar er í samræmi við 14. og 15. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Réttur launafólks til að fara í verkfall til að knýja á um kjarabætur er óumdeildur. Vopnið getur verið sterkt, nauðsynlegt og árangursríkt sé því beitt af skynsemi. En vopnið getur einnig valdið skaða, ekki síst þeim sem því beitir.

Fyrirhugað verkfall Eflingar getur valdið margvíslegum skaða, jafnt til skamms tíma og lengri.

...