Hafliði S. Sívertsen fæddist 13. desember 1961. Hann lést 30. desember 2022.

Útför Hafliða fór fram 18. janúar 2023.

Það var svo sannarlega mikið áfall að fá fregnir af andláti góðs félaga. Hafliði var traustur vinur sem gott var að leita til, ætíð tilbúinn til að taka þátt í félagsstarfi og vinna að bættum kjörum fólks. Hafliði varði miklum tíma í félagsstörf um áratugaskeið. Hann átti sæti í miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands og var varaformaður Félags tæknifólks allt til dánardags. Hann lagði svo sannarlega sín lóð á vogarskálarnar við að sækja betri kjör og réttindi fyrir starfsfélaga sína. Hann kom að gerð kjarasamninga á sínum vinnustað og hafði gert það um langt skeið.

Ég kynntist Haffa fyrst þegar ég tók sæti í miðstjórn RSÍ árið 2008 og átti allt upp frá því í góðum samskiptum við góðan og traustan félaga. Þó það hafi ekkert endilega farið mjög mikið fyrir Haffa þá lét hann

...