Konráð Rúnar Friðfinnsson: „Kirkjan lýtur fullkomnu skipulagi skapara himins og jarðar. Margir hafa barist við hana en engum orðið kápa úr klæðinu.“
Konráð Rúnar Friðfinnsson
Konráð Rúnar Friðfinnsson

Nýtt ár er í huga margra visst upphaf fyrir til að mynda kirkjuna á Íslandi. Hvarvetna í heiminum bera áramót oft þessa hugsun með sér. Nýtt ár gefur mörgum færi á að endurskoða og athuga hvað betur megi fara og hvernig útfæra megi einar og aðrar endurbætur. Margt vaknar við slíkar pælingar og er öllum hollt að horfa örlítið til baka með þessum augum yfir farinn veg.

En ætli maður sleppi ekki bara öllum vangaveltum um hvað kirkjan megi betur gera og haldi áfram með hvatninguna til presta og forráðafólks safnaða, og mín sjálfs, um að halda sér sem fastast við Orð Guðs og stoppa þar. Við kennum ekki Orðinu lexíu heldur Orðið okkur.

Til að skilja er trúin sjálf hjálplegust fólki. Hún segir Orð Guðs óskeikult. Sé maður sjálfur sannfærður um eitthvað óskeikult umsnúast hörðustu hjörtu í ósköp meyr hjörtu. Það sem Orðið gerir er einmitt að mýkja upp hjartað og taka steininn burt þaðan. Og hvað meira? Jú, maður verður sér meðvitandi um að

...