Ásgeir Bjarnason: „Frá 2010 hefur orðið algjör sprenging í lyftingum kvenna bæði hérlendis og erlendis og hafa hundruð kvenna keppt á mótum innanlands síðustu tíu ár.“
Stofnfundur Þessi ljósmynd var tekin á stofnfundi Lyftingasambands Íslands kaldan janúardag fyrir 50 árum sléttum, 27. janúar 1973. Fremst og fyrir miðju stendur Gísli Halldórsson, þáverandi formaður ÍSÍ. Aðrir, nokkurn veginn frá vinstri til hægri, eru: Finnur Karlsson, Kristbjörn Albertsson, Gunnar Sigurðsson, Gústaf Agnarsson, Óskar Sigurpálsson, Guðmundur Sigurðsson, Björn Lárusson, Ólafur Sigurgeirsson, Bogi Sigurðsson, Kristmundur Baldursson, Sigtryggur Sigurðsson, Hafsteinn Pálsson, Ómar Sigurðsson, Sveinn Björnsson, nafn vantar, Ágúst Óskarsson, Agnar Gústafsson, Pétur Auðunsson, Guðmundur Þórarinsson, Sigurður Magnússon, Júlíus Bess og Hermann Guðmundsson.
Stofnfundur Þessi ljósmynd var tekin á stofnfundi Lyftingasambands Íslands kaldan janúardag fyrir 50 árum sléttum, 27. janúar 1973. Fremst og fyrir miðju stendur Gísli Halldórsson, þáverandi formaður ÍSÍ. Aðrir, nokkurn veginn frá vinstri til hægri, eru: Finnur Karlsson, Kristbjörn Albertsson, Gunnar Sigurðsson, Gústaf Agnarsson, Óskar Sigurpálsson, Guðmundur Sigurðsson, Björn Lárusson, Ólafur Sigurgeirsson, Bogi Sigurðsson, Kristmundur Baldursson, Sigtryggur Sigurðsson, Hafsteinn Pálsson, Ómar Sigurðsson, Sveinn Björnsson, nafn vantar, Ágúst Óskarsson, Agnar Gústafsson, Pétur Auðunsson, Guðmundur Þórarinsson, Sigurður Magnússon, Júlíus Bess og Hermann Guðmundsson. — Ljósmynd/Lyftingasambands Íslands

Stofnþing Lyftingasambands Íslands var haldið 27. janúar 1973 í kringum tvær íþróttagreinar, sú fyrri var ein af upphafsgreinum Ólympíuleikanna, ólympískar lyftingar, og hin kraftlyftingar. Kraftlyftingar kljúfa sig út úr Lyftingasambandinu og stofna sérsamband utan Íþrótta- og ólympíusambands Íslands árið 1985 en ganga aftur í sambandið 2011 og verða þeim ekki gerð frekari skil í þessu yfirliti.

Á stofnþinginu voru 23 karlmenn mættir sem margir áttu eftir að láta vel að sér kveða í tengslum við ólympískar lyftingar, kraftlyftingar og aðrar íþróttir líkt og glímu og vaxtarrækt. Áratug áður nánast upp á dag hafði þó fyrsta lyftingamótið farið fram á vegum ÍR og má því segja að lyftingar sem keppnisgrein eigi 60 ára sögu á Íslandi þótt vissulega hafi kraftagreinar fylgt sögu landsins frá örófi, en blaðamaður sem gerði grein fyrir fyrsta lyftingamótinu vitnar í steinana Fullsterkan, Hálfsterkan og Amlóða.

...