Stýrivextir Sérfræðingar hafa spáð um 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta.
Stýrivextir Sérfræðingar hafa spáð um 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Már Wolfgang Mixa, dósent í fjár­mál­um við Há­skóla Íslands, líkir stöðu fólks sem er á leigumarkaði við það að vera undir snjóhengju. Hann telur ekki ólíklegt að fasteignaverð muni lækka enn frekar ef stýrivextir verða hækkaðir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birtir stýrivaxtaákvörðun sína á miðvikudag, 8. febrúar, og hafa margir sérfræðingar spáð hækkun stýrivaxta um 0,5 prósent til þess að sporna við verðbólgu.

„Ef stýrivextir hækka þá geta færri keypt fasteignir vegna aukinnar greiðslubyrðar. Þetta ætti að hafa þau áhrif að fasteignamarkaðurinn kælist enn frekar,“ segir Már.

Greiðslubyrði aukist

Áhrifin má auk þess finna á leigumarkaði og bendir Már á að mikil samfylgni sé á milli leiguverðs og fasteignaverðs. Ef af vaxtahækkunum verði aukist greiðslubyrði af fasteignum og því frekari hætta á hækkun leiguverðs. „Þetta er í raun bara snjóhengja sem fólk býr við á

...