Lárus Guðmundsson: „Það er ekkert virkt eftirlit með hælisleitendum og því greið leið inn í landið, aftur og aftur að því er virðist.“
Lárus Guðmundsson
Lárus Guðmundsson
Alþingismennirnir Arndís Anna og Þórhildur Sunna frá Pírötum, Helga Vala Helgadóttir og Logi Einarsson Samfylkingu, sem og Sigmar Guðmundsson Viðreisn, svo einhverjir séu nefndir, berjast af offorsi gegn hælisleitendafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra og fyrir aukinni móttöku hælisleitenda með alþjóðlega vernd þeim til handa. Ég hef sjaldan eða aldrei heyrt áðurnefnda þingmenn tala fyrir útrýmingu fátæktar hér á landi. Ekki heyrt þá tala fyrir bættum kjörum öryrkja, einstæðra mæðra og ellilífeyrisþega. Hvað þá langveikum börnum og foreldrum þeirra. Aldrei heyrt þá tala um fjölgun hjúkrunarrýma. Nei, þeir eru of uppteknir við að setja íslenskt velferðarkerfi á hliðina. Nokkrir áðurnefndra þingmanna hafa á undangengnum árum hreinlega haft lifibrauð sitt af fjölgun hælisleitenda og málsvörnum kringum málaflokkinn. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir var einn af lögfræðingum Rauða krossins eða fram til ársins 2020. Helga Vala er eigandi lögfræðistofunnar...