Réttinum til feðrunar er því rétt að huga sem frekast að í lifanda lífi móður, barns eða þess sem telur sig föður þess.

Lögfræði

Birgir Már Björnsson

Hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu og kennari í skuldaskilarétti við Háskólann í Reykjavík.

Við skipti á dánarbúi látins einstaklings er gert ráð fyrir uppgjöri á skuldum hans og að þeim eignum sem eftir standa sé í ráðstafað til þeirra sem rétt til arfstöku njóta eftir hinn látna. Í 1. gr. erfðalaga nr. 8/1962 er mælt fyrir um hverjir teljist til lögerfingja aðila en samkvæmt 1. tl. teljast lögerfingjar m.a. börn arfleifanda og aðrir niðjar. Óskilgetið barn erfir föður og föðurfrændur og þeir það, ef það er feðrað með þeim hætti sem segir í löggjöf um óskilgetin börn. Í athugasemdum að baki 1. tl. segir jafnframt að áskilið sé að börn séu feðruð með þeim hætti sem mælt er fyrir um í löggjöf um óskilgetin börn. Þannig sé tekið af skarið um það að viðurkenning á

...