Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Krónan er frábær að því leyti að hún gefur stjórnmálamönnum skjól fyrir því að þurfa að mæta afleiðingum lélegrar efnahagsstjórnunar. Fyrir aðra er hún ekkert sérstaklega frábær. Þetta veit almenningur sem enn einu sinni þarf að taka á sig skellinn í formi okurvaxta og hærra matarverðs. Þetta vita stærstu fyrirtæki landsins sem þegar gera upp ársreikninga sína í erlendum gjaldmiðli. Þetta vita verkalýðsleiðtogar, hagfræðingar og fjárfestar sem einn af öðrum stíga fram með þau skilaboð að upptaka evru væri mesta kjarabót sem heimilunum stæði til boða.

Enginn lætur lengur blekkjast af gömlu tuggunni um að krónan komi okkur til bjargar þegar illa gengur. Ekki einu sinni ráðherrar ríkisstjórnarinnar. Skjólið er bara svo gott.

Þunginn í kröfunni um annan gjaldmiðil eykst þannig sífellt enda krónan almenningi beinlínis vond. Stærsta breytingin er kannski sú að í

...