Írski framleiðandinn Mike Downey hlýtur heiðursverðlaun Stockfish fyrir „Stórkostlegt framlag til kvikmyndaiðnaðarins“, en verðlaunin verða afhent í fyrsta sinn í ár. Með þessum nýju verðlaununum vill hátíðin veita framúrskarandi…
Mike Downey
Mike Downey

Írski framleiðandinn Mike Downey hlýtur heiðursverðlaun Stockfish fyrir „Stórkostlegt framlag til kvikmyndaiðnaðarins“, en verðlaunin verða afhent í fyrsta sinn í ár. Með þessum nýju verðlaununum vill hátíðin veita framúrskarandi fagfólki, af fræðasviðinu, úr framleiðslu, dreifingu, kynningu og kvikmyndahátíðum, viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu kvikmyndaiðnaðarins, eins og segir í tilkynningu.

Árið 2000 stofnaði Downey framleiðslufyrirtækið Film and Music Entertainment og hefur síðan framleitt yfir 100 kvikmyndir í fullri lengd eftir leikstjóra á borð við Peter Greenaway, Agnieszku Holland, Julien Temple, Pawel Paelikowski, Andrezej Jakimowski, Rajko Grlic, Juraj Jakubisko, Friðrik Þór Friðriksson og Stephan Daldry. Auk framleiðslu kvikmynda hefur Mike verið listrænn stjórnandi kvikmyndahátíða um nokkurra ára skeið, verið meðlimur í Evrópsku kvikmyndaakademíunni í um aldarfjórðung

...