Jóhannes Nordal fæddist í Reykjavík 11. maí 1924. Hann lést í Reykjavík 5. mars 2023.

Foreldrar Jóhannesar voru þau Ólöf Jónsdóttir Nordal húsmóðir, f. 20. desember 1896, d. 18. mars 1973, og Sigurður Nordal prófessor, f. 14. september 1886, d. 21. september 1974. Foreldrar Ólafar voru þau Sigríður Hjaltadóttir Thorberg, 1860-1950, og Jón Jensson, yfirdómari og alþingismaður, 1855-1915. Foreldrar Sigurðar voru Jósefína Björg Sigurðardóttir húsfreyja, 1865-1942, og Jóhannes Nordal íshússtjóri, 1850-1946. Systkin: Bera, f. 15. mars 1923, d. 10. október 1927, og Jón, skólastjóri og tónskáld, f. 6. mars 1926. Maki Solveig Jónsdóttir, f. 1932-2012, og eru börn þeirra Hjálmur, Ólöf og Sigurður.

Jóhannes kvæntist Dóru Guðjónsdóttur Nordal píanóleikara hinn 19. desember 1953 í Kaupmannahöfn. Foreldrar hennar voru Marta Magnúsdóttir

...