
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Því hefur stundum verið fleygt að vika sé langur tími í pólitík, en það á ekki síður við á fjármálamarkaði. Í byrjun síðustu viku grunaði fáa að miklar uppákomur væru í vændum í bandaríska bankakerfinu vegna falls Silicon Valley Bank (SV-bankinn), sem reyndust af þeirri stærðargráðu að ljós voru logandi alla síðustu helgi í bandaríska seðlabankanum og fjármálaráðuneytinu. Bandaríkjaforseti birtist síðan nokkuð óvænt á mánudaginn á sjónvarpsskjánum til að tilkynna neyðaraðgerðir sem voru af þeirri gerð að þeim svipaði til þeirra aðgerða sem hér var gripið til á árinu 2008. Bankakerfið hér var svipað að stærð og SV-bankinn, en hér varð kerfisáfall. Í Bandaríkjunum var hins vegar einungis um að ræða sextánda stærsta banka Bandaríkjanna, en þó var hér á ferðinni þriðja stærsta bankagjaldþrot bandarískrar sögu og stærsta bankaáfallið frá 2008. Það að forsetinn var dreginn fram
...