Staða íslenska hagkerfisins er sterk enda er hagvöxtur kröftugur, lítið atvinnuleysi, miklar útflutningstekjur, lækkandi skuldir ríkissjóðs og frumjöfnuður ríkisfjármála næst von bráðar.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Því hefur stundum verið fleygt að vika sé langur tími í pólitík, en það á ekki síður við á fjármálamarkaði. Í byrjun síðustu viku grunaði fáa að miklar uppákomur væru í vændum í bandaríska bankakerfinu vegna falls Silicon Valley Bank (SV-bankinn), sem reyndust af þeirri stærðargráðu að ljós voru logandi alla síðustu helgi í bandaríska seðlabankanum og fjármálaráðuneytinu. Bandaríkjaforseti birtist síðan nokkuð óvænt á mánudaginn á sjónvarpsskjánum til að tilkynna neyðaraðgerðir sem voru af þeirri gerð að þeim svipaði til þeirra aðgerða sem hér var gripið til á árinu 2008. Bankakerfið hér var svipað að stærð og SV-bankinn, en hér varð kerfisáfall. Í Bandaríkjunum var hins vegar einungis um að ræða sextánda stærsta banka Bandaríkjanna, en þó var hér á ferðinni þriðja stærsta bankagjaldþrot bandarískrar sögu og stærsta bankaáfallið frá 2008. Það að forsetinn var dreginn fram

...