Fólk eins og við nefnist ljósmyndasýning sem Marta Margrét Rúnarsdóttir opnar í Hannesarholti í dag kl. 14. „Um er að ræða fyrstu einkasýningu Mörtu Margrétar hér á landi
Marta Margrét Rúnarsdóttir
Marta Margrét Rúnarsdóttir

Fólk eins og við nefnist ljósmyndasýning sem Marta Margrét Rúnarsdóttir opnar í Hannesarholti í dag kl. 14. „Um er að ræða fyrstu einkasýningu Mörtu Margrétar hér á landi. Marta, sem hefur starfað sem lögfræðingur á Íslandi og í Belgíu um árabil, hefur á síðustu árum tekið þátt í alþjóðlegum listasýningum á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ljósmyndir sínar, m.a. frá Prix de la Photographie í París,“ segir í tilkynningu, en nánari upplýsingar um Mörtu Margréti má nálgast á morebym.com. Í tilkynningu frá sýningarstað kemur fram að á sýningunni sé að finna svipmyndir frá götum Evrópu meðan á heimsfaraldri stóð og í kjölfarið. Sýningin stendur til 12. apríl og er opin alla daga nema sunnudaga og mánudaga kl. 11.30-16.