
Anton Valdimarsson fæddist 1. maí 1934 í Brekkugötu 23 á Akureyri. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð 25. janúar 2023.
Foreldrar hans voru hjónin Áslaug Jóhannsdóttir og Valdimar Antonsson sem bjuggu á Espihóli í Hrafnagilshreppi þegar Anton kom í heiminn. Bræður Antons, Aðalsteinn og Brynjar, eru látnir en Ragnheiður lifir bróður sinn.
Vorið 1940 fluttist fjölskyldan í Hvamm og bjó þar þangað til Anton varð ellefu ára. Eftir það var heimili hennar á fæðingarstað hans í Brekkugötunni.
Anton gekk í Barnaskóla Akureyrar sem nú heitir Brekkuskóli. Ungur byrjaði hann að vinna fyrir sér og var nýlega fermdur þegar hann hóf störf í Mjólkursamlagi Kaupfélags Eyfirðinga. Þar var hann nokkur ár en frá árinu 1955 ók hann leigubílum, fyrst hjá Litlu bílastöðinni, síðan Bifreiðastöð Akureyrar en síðast
...