Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur

Gæsluvarðhald yfir karlmanni um þrítugt var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur framlengt til miðvikudagsins 22. mars, en maðurinn er grunaður um að hafa hleypt af skoti inni á veitingastaðnum Dubliners í miðborg Reykjavíkur sl. sunnudagskvöld.

Maðurinn var handtekinn daginn eftir og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. mars, en varðhaldið hefur nú verið framlengt.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn málsins miði vel en ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.