
Marta Guðjónsdóttir
Skortur á leikskóla- og dagvistarúrræðum fyrir börn í Reykjavík nálgast nú neyðarástand. Borgaryfirvöld skýra gjarnan þessa óheillaþróun með „ófyrirsjáanlegum“ áföllum á borð við myglufaraldur og manneklu. Ég tel hins vegar að hvort tveggja hafi verið afar fyrirsjáanlegt og að rót vandans sé siðferðileg. Hún snúist um skort á dyggðum og margvíslega lesti þeirra sem bera pólitíska ábyrgð á vandanum. Meðal þeirra lasta eru óheiðarleiki, vanræksla, pólitískir fordómar, laumuspil og hroki. Hér eru nokkur dæmi um það hvernig þessir lestir hafa mótað þessa óheillaþróun að undanförnu.
Óheiðarleiki
Hinn 3. mars fyrir ári fékk borgarstjóri borgarráð til að samþykkja þá tillögu að frá og með 1. september 2022 gætu öll börn í Reykjavík, tólf mánaða og eldri, fengið inni á leikskólum borgarinnar.
...