Í umfjöllun um Votta Jehóva hefur þess ekki verið gætt að sannreyna upplýsingar og fara rétt með staðreyndir.
Jørgen Pedersen
Jørgen Pedersen

Jørgen Pedersen

Á liðnu ári hafa fjölmiðlar á Íslandi ítrekað borið fram alvarlegar og ærumeiðandi ásakanir á hendur Vottum Jehóva. Það er í sjálfu sér áhyggjuefni að þessar staðlausu ásakanir skuli vera birtar. Það er ekki síður alvarlegt mál að Vottar Jehóva skuli ekki hafa fengið tækifæri til að tjá sig um þessar ásakanir áður en þær voru birtar. Að gæta ekki hlutlægni og nákvæmni í miðlun upplýsinga til almennings er brot gegn 26. grein fjölmiðlalaga. Þetta lesendabréf er skrifað til að vekja athygli á að í umfjöllun um Votta Jehóva, sem er trúarlegur minnihlutahópur, hefur þess ekki verið gætt að sannreyna upplýsingar og fara rétt með staðreyndir.1)

Þau ósannindi sem andvaralausir fjölmiðlar enduróma eiga upptök sín hjá fólki sem segist hafa tilheyrt söfnuðinum. Þessir einstaklingar hafa ekki alltaf það markmið að fara satt og rétt með

...