Þátttaka íslensks sjávarútvegs í MSC-vottunarkerfinu ætti að vera lóð á vogarskálarnar til að Ísland nái markmiðum sínum í Kunmings-Montreal- samningnum.
Gísli Gíslason
Gísli Gíslason

Gísli Gíslason

Nýr Úthafssáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður 4. mars síðastliðinn. Hann kveður á um að vernda skuli 30% úthafssvæða fyrir árið 2030. Þetta á við um alþjóðleg hafsvæði sem nú njóta mjög takmarkaðrar verndar. Þessi nýi samningur er í samræmi við annan sögulegan milliríkjasamning, sem undirritaður var af 200 ríkjum í lok árs 2022, „Kunming-Montreal Global Biodiversity Framework“ (GBF), en í honum er kveðið á um að ríki skuli vernda 30% haf- og landsvæða fyrir árið 2030.

Kunming-Montreal-samningurinn er með fjórum meginmarkmiðum og 23 áætlunum til að ná markmiðunum. Þessi samningur kemur í stað Aichi-samningsins um líffræðilegan fjölbreytileika sem gerður var árið 2010. Á sama tíma og aðildarríkin skuldbinda sig til að friða að minnsta kosti 30% land- og hafsvæða fyrir 2030, þá

...