
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Erfið og snúin staða er komin upp í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, við Orkuveitu Reykjavíkur.
Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fyrir nokkru og á sama tíma var yfirstandandi viðræðum RSÍ og VM við Landsvirkjun einnig vísað til sáttameðferðar. Er svipuð staða uppi í viðræðunum við Landsvirkjun og við OR en þær eru aðeins skemmra á veg komnar að sögn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar formanns RSÍ.
„Mjög sérstök staða“
„Það gengur illa hjá okkur að ná samtali við fyrirtækið um kjarasamninginn og endurnýjun hans á þeim nótum sem var samið um annars staðar. Þolinmæðin hjá okkur er á þrotum í þessu samtali,“ segir Kristján
...