Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Eigendur umboðsskrifstofunnar Swipe Media, sem sérhæfir sig í áhrifavaldamarkaðssetningu hafa ákveðið að fara hvor í sína áttina.

Nökkvi Fjalar Orrason, sem stýrt hefur starfsemi félagsins í Lundúnum, mun halda því áfram í nýju félagi, Mintseer. Meginstarfsemi Mintseer verður rekstur og smíði á nýjum hugbúnaði fyrir áhrifavalda.

„Ég og Gunnar [Birgisson] vinur minn höfum unnið saman í sex ár í Swipe og ég er gífurlega þakklátur fyrir þann tíma. En eftir að við Gunnar og Alexandra Sól Ingólfsdóttir meðeigandi Swipe hittumst og fórum yfir stöðuna í byrjun þessa árs áttuðum við okkur á að ég hafði meiri áhuga á erlendu starfseminni en þau vildu halda áfram því góða starfi sem unnið

...