Fyrirhuguð útvíkkun Íslands á EES-samningnum felur ekki í sér framsal á löggjafarvaldi, að sögn utanríkisráðherra. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. mánudag hefur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um…
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Fyrirhuguð útvíkkun Íslands á EES-samningnum felur ekki í sér framsal á löggjafarvaldi, að sögn utanríkisráðherra. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. mánudag hefur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um EES-samninginn en þeim er ætlað að uppfylla kröfur ESA um forgangsáhrif EES-reglna.

Í frétt blaðsins sl. mánudag lýsti Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, áhyggjum af útvíkkun EES-samningsins og gagnrýndi þessi áfram harkalega. Réttaröryggi væri teflt í hættu.

Í samtali við Morgunblaðið segir utanríkisráðherra að áhyggjur Stefáns Más séu óþarfar. „Alþingi getur eftir sem áður sett ákvæði sem gengur gegn EES-skuldbindingu en þarf að taka fram að það sé ætlunin – enda viðurkennd meginregla í réttarframkvæmdinni, hér og annars staðar á Norðurlöndum, að gengið sé út frá því að Alþingi

...