Við getum ekki staðið við öll loforðin fyrir 2030, en við ættum að leggja lóð okkar á vogarskál rannsókna og þróunar fyrir þá sem höllum fæti standa.
Bjørn Lomborg
Bjørn Lomborg

Bjørn Lomborg

Umfangsmikil aukning matvælaframleiðslu var eitt höfuðafreka mannkynsins á öldinni sem leið. Þá sexfaldaðist kornrækt að umfangi, samtímis því sem fjöldi jarðarbúa fjórfaldaðist tæplega, nokkuð sem sýnir okkur að nútímafólk hefur aðgengi að um það bil 50 prósentum meiri fæðu en langalangafar þess og -ömmur.

Skýringa þessarar framleiðsluaukningar er að mestu að leita í því að bændur ræktuðu meira magn matar á hverjum hektara lands en áður. Þann einstaka árangur má þakka grænu byltingunni sem lyfti grettistaki á vettvangi nútímalandbúnaðar..

Talið er að Nóbelsverðlaunahafinn og jarðræktarfræðingurinn Norman Borlaug hafi forðað meira en milljarði manna frá því að svelta í hel með umbótum sínum á nútímaræktunaraðferðum. Græna byltingin gerði meira en að brauðfæða fólkið, hún auðgaði samfélög

...