
Lögfræði
Birgir Már Björnsson
Hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu og kennari í skuldaskilarétti við Háskólann í Reykjavík
Samkvæmt félagarétti ber stjórnendum félaga að hafa nægjanlega yfirsýn yfir fjárhagsstöðu félags og bregðast við með ákvarðanatöku þegar illa gengur í rekstrinum, að viðlagðri persónulegri bótaábyrgð sé svo ekki gert. Í 64. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti er mælt fyrir heimild og skyldu félags til að gefa félag sitt upp til gjaldþrotaskipta þegar félag getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína er kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki talið sennilegt að greiðsluörðugleikar félags muni líða hjá innan skamms tíma.
Nýlega hefur fjárhagsleg geta sveitarfélaga til greiðslu á framtíðarskuldbindingum sínum verið
...