Einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins hefur fækkað jafnt og þétt að undanförnu en enn eru þó yfir 600 einbreiðar brýr í notkun og þar af eru 30 einbreiðar brýr á Hringveginum. Fækkun einbreiðra brúa er eitt af forgangsverkefnunum í vegagerð
Stóra-Laxá Nýja brúin verður til hliðar við núverandi einbreiða brú. Myndin er af framkvæmdum sl. sumar.
Stóra-Laxá Nýja brúin verður til hliðar við núverandi einbreiða brú. Myndin er af framkvæmdum sl. sumar. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins hefur fækkað jafnt og þétt að undanförnu en enn eru þó yfir 600 einbreiðar brýr í notkun og þar af eru 30 einbreiðar brýr á Hringveginum. Fækkun einbreiðra brúa er eitt af forgangsverkefnunum í vegagerð. Fyrir 30 árum voru 128 einbreiðar brýr á Hringveginum. Þeim hafði fækkað niður í um 60 árið 2006 en á fyrri hluta síðasta áratugar hægði á framkvæmdunum og voru aðeins breikkaðar eða byggðar nýjar brýr í stað sex einbreiðra brúa á átta ára tímabili skv. upplýsingum Vegagerðarinnar.

Góður gangur á síðustu árum

Á síðustu fimm til sex árum hefur aftur komist góður gangur á þessar brúarframkvæmdir og árangur náðst í að breikka umferðarmestu einbreiðu brýrnar, bæði á Hringveginum og á þjóðvegum utan hans, að sögn

...