— Ljósmynd/Þorsteinn Dagur Rafnsson

Keppendur í Íslandsmótinu í torfæruakstri sýndu listir sínar á torfærusvæði Kvartmíluklúbbsins við Álfhellu í Hafnarfirði á laugardaginn. Því fylgdi tilheyrandi hávaði, drullumall og almenn gleði viðstaddra. Keppnin var önnur í röðinni á Íslandsmótinu og þótti vel til takast. Á myndinni er ökuþórinn Geir Evert Grímsson á Sleggjunni sem lenti í fjórða sæti. Hann er með næstflest heildarstig í mótinu. » 11