Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Óveðrið síðustu daga hefur raskað nokkuð áætlunum stórra skemmtiferðaskipa sem komin voru til landsins. Sky Princess, eitt stærsta skemmtiferðaskip sem hingað kemur í sumar, sneri frá landinu eftir stutta viðkomu á höfnum á norðanverðu landinu og sigldi til Englands. Annað stórt skip, Norwegian Prima, kom ekki við á áformuðum áfangastöðum á Vesturlandi heldur lónaði úti fyrir Vestfjörðum en var væntanlegt til Reykjavíkur í nótt.

Breytingar á áætlunum skipanna hafa raskað nokkuð áætlunum hafnanna og fyrirtækjanna sem veita útgerðunum og farþegunum þjónustu. Búið var að boða skipti á farþegum Norwegian Prima, alls rúmlega 3.200 manns, við Skarfabakka í gærmorgun. Starfsmenn Faxaflóahafna voru tilbúnir með viðeigandi búnað til að gera það mögulegt og nýju farþegarnir komnir til

...