
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Eldra fólk er margbreytilegur hópur og oft er talað um að á engu öðru æviskeiði sé hópur jafn fjölbreyttur. Æviskeið sem er sífellt að verða lengra þökk sé framförum í þekkingu okkar á félags- og heilbrigðisþáttum. Hlutfall 67 ára og eldri er núna 13% þjóðarinnar eða um 47 þúsund einstaklingar. Því er spáð að eftir tæp 30 ár eða árið 2050 verði hlutfallið 20% eða rúmlega 90 þúsund einstaklingar, sem þýðir nærri því tvöföldun í fjölda.
Samstarf um betri þjónustu við eldra fólk
Þessi stóraukni fjöldi eldra fólks og kröfur til meiri breytileika og gæða í þjónustu í nútímasamfélagi kalla á endurskoðun í þjónustu við eldra fólk. Ríkisstjórnin vinnur að því að svara þessu kalli í samstarfi við sveitarfélög og Landssamtök eldri borgara.
...