Tölva Heimurinn allur er orðinn eitt markaðs- og vinnusvæði.
Tölva Heimurinn allur er orðinn eitt markaðs- og vinnusvæði. — Ljósmynd/Colourbox

Kári Freyr Kristinsson

karifreyr@mbl.is

Forsvarsmenn fyrirtækja sem leigja út vinnuaðstöðu til einstaklinga og fyrirtækja segja vöxt vera í hópi svonefndra stafrænna flakkara í fjarvinnu. Stafrænir flakkarar eru einstaklingar sem starfa í fjarvinnu fyrir innlend og erlend fyrirtæki og hefur hópur erlendra starfsmanna, sem kjósa að vinna með þessum hætti hér á landi, farið stækkandi.

Þeir þættir sem stafrænir flakkarar líta til þegar þeir ákveða hvar þeir dvelja er meðal annars kostnaður við það að sækja um vegabréfsáritun í landinu, kröfur ríkisins um lágmarksmánaðartekjur umsóknaraðila og hver meðalkostnaðurinn er við uppihald í landinu. Ísland er dýr valkostur og koma því ekki allir stafrænir flakkarar hingað til lands sem vilja.

Stafrænir flakkarar

...