Neytendasamtökin og Landvernd kalla eftir samfélagssátt um að tryggja heimilum og þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum rafmagn á sanngjörnu verði.
Þorgerður M. Þorbjarnardóttir
Þorgerður M. Þorbjarnardóttir

Breki Karlsson og Þorgerður M. Þorbjarnardóttir

Í gegnum tíðina hefur verið litið svo á að aðgengi að hreinu vatni séu hrein og klár mannréttindi. Samfélagslegur sáttmáli ríkir um að skylda öll sveitarfélög til að afhenda heimilum landsins vatn á viðráðanlegu verði og með afar hóflegri arðsemi.

Lengi vel laut rafmagnið sömu lögmálum. Rafvæðingin í byrjun síðustu aldar var lífskjarabylting og aðgangur að raforku á sanngjörnu verði er enn grundvöllur velsældar heimilanna í landinu. Stærstu fyrirtækin, sem framleiða um 90% af raforku á Íslandi, eru enn í eigu almennings, heimilanna í landinu, sem þó nota aðeins um 5% raforkunnar.

Eftirspurn eftir raforku fer vaxandi, og virðist óseðjandi. Sífellt fleiri orkufrek fyrirtæki krefjast meiri raforku. Heimilin eru ekki varin fyrir þessari ásókn. Í núverandi

...