
Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að sýna það í verki að okkur sé alvara með það að ná verðbólgu niður. Allir þeir sem koma að hagstjórn landsins: Seðlabankinn, aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera, þurfa að leggja sitt á vogarskálarnar.
Hvað ríkið varðar er ljóst að draga þarf úr ríkisútgjöldum og hagræða enn frekar í opinberum rekstri. Það ætti þó ekki að vera skammtímamarkmið, heldur viðvarandi verkefni í rekstri hins opinbera. Meginþorri aukinna ríkisútgjalda hefur á liðnum árum runnið til heilbrigðis- og velferðarmála og það ríkir nokkur sátt í samfélaginu um þá tilhögun. Ríkisútgjöld geta þó ekki vaxið endalaust og alls ekki á þeim hraða sem þau hafa gert á liðnum árum.
Áfram þurfum við að leita leiða til að efla þessa þjónustu án þess að útgjöld til málaflokkanna vaxi út í hið óendanlega. Við munum ekki standa undir þeirri grunnþjónustu
...