Isavia stefnir að uppsetningu á fjarstýrðum flugturni á Reykjavíkurflugvelli. Í framhaldinu er svo stefnt að undirbúningi að fjarstýrðum flugturnum fyrir fleiri áætlunarflugvelli á landinu. Þetta kemur fram á minnisblaði Isavia vegna næstu samgönguáætlunar fyrir árin 2024 til 2038
Reykjavíkurflugvöllur Innleiða á breytinguna á árunum 2024-2025.
Reykjavíkurflugvöllur Innleiða á breytinguna á árunum 2024-2025. — Morgunblaðið/Ómar

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Isavia stefnir að uppsetningu á fjarstýrðum flugturni á Reykjavíkurflugvelli. Í framhaldinu er svo stefnt að undirbúningi að fjarstýrðum flugturnum fyrir fleiri áætlunarflugvelli á landinu. Þetta kemur fram á minnisblaði Isavia vegna næstu samgönguáætlunar fyrir árin 2024 til 2038.

Isavia er þegar byrjað að undirbúa breytingu á flugleiðsöguþjónustu Reykjavíkurflugvallar með því að setja upp fjarstýrðan flugturn vegna lélegs ástands á flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. „Verið er að ganga frá útboði á myndavélabúnaði og hugbúnaði og gert er ráð fyrir að breytingin verði innleidd á árabilinu 2024-2025,“ segir á minnisblaðinu.

Um töluverða fjárfestingu er að ræða með ljósleiðaravæðingu, fjarstýringu ljósa

...