Lögreglan í Lundúnum handtók í gær karlmann sem keyrði á öryggishliðið sem liggur að Downingstræti 10, embættisbústað forsætisráðherra Bretlands. Atvikið átti sér stað um kl. 15:20 að íslenskum tíma og sagði í tilkynningu lögreglunnar að vopnaðir…
Downingstræti Lögreglan brást skjótt við árekstrinum.
Downingstræti Lögreglan brást skjótt við árekstrinum. — AFP/Justin Tallis

Lögreglan í Lundúnum handtók í gær karlmann sem keyrði á öryggishliðið sem liggur að Downingstræti 10, embættisbústað forsætisráðherra Bretlands.

Atvikið átti sér stað um kl. 15:20 að íslenskum tíma og sagði í tilkynningu lögreglunnar að vopnaðir lögreglumenn hefðu handtekið mann á vettvangi vegna gruns um háskaakstur og að hafa valdið glæpsamlegum skaða. Enginn slasaðist í árekstrinum og stendur rannsókn málsins enn yfir.

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, var staddur í Downingstræti 10 þegar atvikið átti sér stað og yfirgaf hann embættisbústað sinn skömmu síðar til að sinna erindum sem voru sett fyrirfram á dagskrá forsætisráðherrans. Þá var Jeremy Hunt fjármálaráðherra einnig við vinnu í Downingstræti þegar atvikið varð.

Ekki talið hryðjuverk

...