
Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hildur Þórisdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir
Niðurstaða verkefnahóps um undirbúning að ákvarðanatöku um Seyðisfjarðargöng, sem skipaður var af þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var birt í júní 2019 með skýrslunni: Seyðisfjarðargöng – Valkostir og áhrif á Austurlandi.
Markmið verkefnisins var að undirbúa ákvörðun um samgöngubót sem best væri til þess fallin að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar, styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og Austurlandi. Verkefnahópurinn lét vinna tvær sjálfstæðar úttektir til að styðja betur við ályktanir og niðurstöður sínar, annars vegar um samfélagsleg áhrif jarðgangagerðar á svæðinu og hins vegar um veðurfarslegar aðstæður við mismunandi jarðgangakosti. Í niðurstöðu kemur fram:
„Það er
...