Samþykkt sveitarstjórna á Austurlandi um hringtengingu Austurlands liggur fyrir og er forsenda Fjarðarheiðarganga.

Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hildur Þórisdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir

Niðurstaða verkefnahóps um undirbúning að ákvarðanatöku um Seyðisfjarðargöng, sem skipaður var af þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var birt í júní 2019 með skýrslunni: Seyðisfjarðargöng – Valkostir og áhrif á Austurlandi.

Markmið verkefnisins var að undirbúa ákvörðun um samgöngubót sem best væri til þess fallin að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar, styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og Austurlandi. Verkefnahópurinn lét vinna tvær sjálfstæðar úttektir til að styðja betur við ályktanir og niðurstöður sínar, annars vegar um samfélagsleg áhrif jarðgangagerðar á svæðinu og hins vegar um veðurfarslegar aðstæður við mismunandi jarðgangakosti. Í niðurstöðu kemur fram:

„Það er

...