Bíllausum heimilum á landinu fækkaði hlutfallslega lítils háttar á seinasta áratug. Bíllaus heimili voru 20.150 samkvæmt manntali Hagstofunnar 1. janúar árið 2021 eða 15,4% af heildarfjölda heimila og hafði hlutfall þeirra lækkað frá manntalinu árið 2011 þegar bíllaus heimili voru 16,5%

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Bíllausum heimilum á landinu fækkaði hlutfallslega lítils háttar á seinasta áratug. Bíllaus heimili voru 20.150 samkvæmt manntali Hagstofunnar 1. janúar árið 2021 eða 15,4% af heildarfjölda heimila og hafði hlutfall þeirra lækkað frá manntalinu árið 2011 þegar bíllaus heimili voru 16,5%. Hins vegar hefur heimilum með tvo bíla eða fleiri fjölgað á milli manntala.

Þetta kemur fram í ítarlegum niðurstöðum um tekjur heimila og bílaeign úr manntalinu, sem gert var 1. janúar 2021. Þar kemur fram að hlutfall heimila á landinu með tvo bíla eða fleiri var 37% í manntalinu 2021 en var 33% árið 2011.

Í ljós kemur að bílaeign heimila og aðgengi landsmanna að bílum er mjög mismunandi eftir heimilisgerð og búsetusvæðum.

...