
Jarðasjóður Langanesbyggðar hefur auglýst jörðina Hallgilsstaði 1 til leigu. Jörðin er hlunnindajörð, hefur veiðitekjur af Hafralónsá, en tekjurnar af ánni renna til Jarðasjóðsins sem hluti af leigugjaldi jarðarinnar.
Jónas Pétur Bóasson, formaður Jarðasjóðsins, segir að þegar séu einhverjir byrjaðir að sýna áhuga á jörðinni, án þess að það hafi leitt til samninga. Þar á meðal sé ungt fólk sem hafi áhuga á að hefja búskap. Viðurkennir Jónas að ekki sé ábatasamt að stunda sauðfjárbúskap, en þessi jörð hafi þann kost að vera nálægt Þórshöfn þar sem næga vinnu sé að hafa. Nýir ábúendur geti því unnið af bæ.
Nú er stundaður sauðfjárbúskapur á Hallgilsstöðum 1 og bóndinn er með 400 fjár. Segir Jónas að bóndinn sé að flytja sig annað og geti verið möguleiki fyrir nýjan ábúanda að kaupa hluta bústofnsins. Tún og ræktarlönd eru 35 hektarar
...